Góð stemning var á jólakvöldi ungmennaráðs sem haldið var í gærkvöldi. Ágætis mæting var á viðburðinn en ungmennaráð var búið að skipuleggja jólalegt kvöld þar sem í boði var að mála piparkökur, hlusta á jólalög, spila og fleira.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmennaráð skipuleggur jólakvöld sem þetta og er jólakvöldið orðið árlegur viðburður hjá ráðinu.
Ungmennaráð mun á næstu mánuðum halda fleiri viðburði fyrir ungt fólk og vonandi munu sem flestir taka þátt í þeim viðburðum sem ráðið stendur fyrir.