Lúðrasveit Þorlákshafnar ætlar að fagna nýju ári með tveimur viðburðum núna á laugardaginn í Ráðhúsi Ölfuss.
Sveitin ætlar að blása til nýárstónleika í Ráðhúsi Þorlákshafnar þann 9.janúar kl. 17.00. Þetta er í fjórða sinn sem LÞ heldur slíka tónleika og má því segja að þetta sé orðið að hefð hjá sveitinni.
Á boðstólnum verður fjölbreytt tónlist, allt frá klassískum vínartónum yfir í eðal poppsyrpur sem allir ættu að kannast við. Söng og leikkonan Anna Margrét Káradóttir ætlar að syngja undurfagurt eins og henni einni er lagið og svo verða óvænt atriði.
Seinna sama kvöld verður sveitin með partý í Ráðhúsinu þar sem Halldór Gunnar Pálsson Fjallabræðrastjórnandi og söngvarinn Sverrir Bergmann munu sjá til þess að allir verði í stuði fram eftir nóttu. Húsið opnar kl. 23.00.
Miðaverð á Nýárstónleikana er 2.500 kr. og fer miðasala fram á Kompunni, hársnyrtistofu. Verðið í kvöldpartýið er 2.000 kr. en ef fólk vill miða á báða viðburði þá kostar það saman 4.000 kr.