Varðskipið Þór aðstoðar Fróða

frodi01Varðskipið Þór er nú á leið að tog­skip­inu Fróða II ÁR-32, sem statt er suðvest­ur af Reykja­nesi. Fróði fékk veiðarfæri í skrúf­una í nótt og mun Þór draga hann til hafn­ar þar sem veiðarfær­in verða fjar­lægð.

Nærstadd­ur tog­ari tók Fróða II í tog í nótt en drátt­ar­búnaður slitnaði ít­rekað og var því óskað eft­ir aðstoð varðskips. Áætlað er að varðskipið Þór verði komið á vett­vang um kl. 13 í dag. Veðuraðstæður á staðnum eru tals­vert erfiðar en vind­hraði úr austri er allt að 25 metr­ar á sek­úndu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Fróði þekkir það vel að aðstoða aðra báta en fyrir um fjórum mánuðum birtum við frétt þar sem Fróði aðstoðaði Arnar ÁR-55 þegar bilun kom upp í bátnum. Nú er Fróði þó á hinum endanum og vonandi gengur þetta allt vel fyrir sig.