Miðasala á hið árlega þorrablót félagasamtaka í Þorlákshöfn hefst í dag, fimmtudaginn 28. janúar kl. 18:30 og verður opin til kl. 20:30 fyrir framan bókasafnið og Landsbankann, Einnig verður hægt að kaupa miða föstudaginn 29. janúar á sama stað frá kl. 18:30-20:30.
Þorrablótið verður laugardaginn 6. febrúar nk. og hefst gleðin kl. 19:00 og stendur til kl. 03:00. Matur verður að hætti Svarta sauðsins og hljómsveitin Pass leikur fyrir dansi.
Söngstjörnur munu mæta á svæðið og annáll ársins verður fluttur að vanda.
Þetta er skemmtun sem enginn má missa af.