Nágrannaslagur í Þorlákshöfn í kvöld

thor_stjarnan_lengjubikar-6Í kvöld fer fram sannkallaður nágrannaslagur í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn þegar Þórsarar taka á móti FSu í Domino’s deildinni.

FSu hefur að skipa mjög sterku liði en úrslitin hafa ekki fallið með þeim það sem af er tímabils. Þeir hafa þó til að mynda unnið topplið Keflavíkur og Grindavík í vetur.

Leikurinn hefst að eins og vanalega kl. 19:15 og má fastlega gera ráð fyrir mikilli stemningu í húsinu enda montréttur Suðurlands í húfi fyrir bæði lið.