Þórsarar unnu Suðurlandsslaginn

thor_2015Þórsarar tóku á móti FSu í kvöld en mikil spenna var fyrir leiknum enda var allt Suðurlandið undir.

Þórsarar leiddu leikinn frá byrjun og spiluðu vel á meðan nágrannar okkar í FSu áttu ekki sinn besta leik.

Okkar menn voru yfir í hálfleik 43-32 og áttu ekki í erfiðleikum með lið FSu og sigruðu Þórsarar leikinn örugglega 94-58.