Ást gegn hatri er yfirheitið á fyrirlestrum þeirra feðgina Selmu Bjarkar og Hermanns Jónssonar en þau ætla að heimsækja okkur í vikunni.
Hermann kemur fimmtudaginn 11. febrúar kl 19:30 í sal Grunnskólans. Hvetjum við alla foreldra, forráðamenn og bara alla þá sem hafa áhuga á að hlusta á hann til að mæta.
• Fyrirlestur Hermanns kallast Foreldrar með markmið. Þar ræðir Hermann við foreldra um það hvernig hann hefur markvisst byggt Selmu upp og kennt henni að takast á við eineltið á einstakan hátt. Hermann talar um hvernig hann hefur sett sér markmið í uppeldinu og hvernig hann vinnur að því að ná þeim markmiðum. Fyrirlesturinn er EKKI eingöngu fyrir foreldra barna sem hafa lent í einelti, þetta er fyrirlestur fyrir ALLA foreldra þar sem rætt er um uppeldi, skólamál og einelti. Þetta er frábær fyrirlestur sem á erindi við alla foreldra.
Selma ætlar að heimsækja krakkana í 4.-10. bekk föstudaginn 12. febrúar kl 11:00. Biðjum við alla foreldra að hvetja börnin sín til að hlusta á hana með opnum huga.
• Fyrirlestur Selmu, þar sem Selma ræðir við nemendur um það mikla einelti sem hún hefur glímt við og segir frá hvernig hún hefur unnið úr þeirri reynslu. Fyrirlestur Selmu kallast Ást gegn hatri og hentar öllum skólastigum. Fyrirlesturinn sjálfur tekur um 12 minútur, en hann miðast við að það séu spurningar frá nemendum eftir á.
Með spurningum er fyrirlesturinn um það bil 40 mínútur.
Fyrirlestrarnir eru styrktir af íþrótta- og æskulýðsnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss.
Með von um góða mætingu
Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn og
Foreldrafélag Leikskólans Bergheima