Styrmir Dan í eldlínunni á laugardaginn

styrmirdan_hastokkStyrmir Dan verður í eldlínunni um næstu helgi þegar hann keppir á MÍ í fjölþrautum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Hástökkið er fjórða og síðasta keppnisgreinin á fyrri keppnisdegi í þrautinni og hvetjum við Þorlákshafnarbúa til að fjölmenna á laugardaginn næsta og hjálpa Styrmi að reyna við EM-lágmark í hástökki 17 ára og yngri.

Hástökkið byrjar kl. 15:30 og því tilvalið fyrir Þorlákshafnarbúa að byrja á hástökkinu og fara svo á bikarúrslitaleikinn í körfu.