Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu botnlið Hattar 93-104 fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram á Egilsstöðum og byrjuðu okkar menn af krafti þrátt fyrir langt ferðalag og leiddu þeir leikinn frá fyrstu mínútu.
Í hálfleik var var staðan 44:56 fyrir okkar mönnum en í þriðja leikhluta kom góður kafli hjá leikmönnum Hattar og náðu þeir að minnka muninn í 71-76 fyrir loka leikhlutann. Það var þó ekki nóg þar sem Þórsarar spiluðu vel í fjórða leikhluta og sigruðu leikinn 93-104.
Ragnar Örn var stigahæstur í liði Þórs með 20 stig og þar á eftir kom Emil með 16 stig og Ragnar Nat með 14 stig og 13 fráköst.
Þórsarar hafa því enn möguleika á að ná heimavallarétti fyrir úrslitakeppnina en með sigrinum í kvöld fara Þórsarar í 26 stig líkt Haukar sem eru í 4. sæti. Haukar eiga þó einn leik til góða.