Þór T-1 í öðru sæti á bikarmóti fullorðinna

Mynd: HFZS
Mynd: HFZS

Þór T-1 lenti í öðru sæti á bikarmóti fullorðinna í dag, í meistaraflokki B. Stóðu þær sig virkilega vel og hækkuðu sig á öllum áhöldum frá seinasta móti en þær fengu 16.100 stig í dansi, 13.450 á dýnu og 10.066 á trampólíni.

Þær unnu dýnuna og dansinn og urðu því bikarmeistarar á þeim áhöldum og lentu í öðru sæti á trampólíni og uppskáru silfrið í heildina, aðeins 0,1 stigi frá gullinu.

Viljum við óska stelpunum í T-1 og þjálfurum þeirra til hamingju með árangurinn.