Til stendur að koma á vikulegum flutningum milli Evrópu og Þorlákshafnar í framtíðinni. Þetta kemur fram í viðtali við Hjört Jónssón hafnarstjóra í nýjasta tölublaði Sóknarfæris.
„Það skiptir miklu að stytta flutningstíma sérstaklega á ferskvöru svo sem ferskum fiski til útflutnings. Sama á við um innflutning á ferskum vörum. Einnig skiptir miklu máli að minnka útblástur frá skipum með styttri siglingatíma til og frá Íslandi með því að sigla til Þorlákshafnar“ sagði Hjörtur í viðtali við Sóknarfæri.
Hjörtur telur að þegar búið verði að ljúka ljúka við þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í höfninni komi Þorlákshöfn til með að vera mjög álitlegur kostur fyrir hafnsækna starfsemi. Það er allt til alls á svæðinu og nóg er af landrými og lóðum fyrir fyrirtæki nálægt höfninni.
Til viðbótar við að vera góður staður fyrir hafnsækna starfsemi þá eru fáir staðir eins góðir fyrir fjölskyldufólk og Þorlákshöfn. „Hér er mjög góður bæði leikskóli og grunnskóli einnig er frábær íþróttaaðstaða með frjálsíþróttasvæði, inni- og útisundlaug, spa og tækjasalur. Góð aðstaða fyrir hestafólk, hér er reiðhöll, hringvöllur og mjög góðar reiðleiðir. Það vantar bara fleira fólk á staðinn til að vinna hin ýmsu störf og njóta lífsins því hamingjan er hér,“ sagði Hjörtur við viðtali við Sóknarfæri.
Viðtalið í heild má nálgast hér.