Baldur gaf Ragnari kleinuhringi í miðju viðtali

Mynd: Karfan.is / Atli Berg
Mynd: Karfan.is / Atli Berg

Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs í körfubolta, er mikill kleinuhringjamaður ef marka má Baldur Þór, leikmann og aðstoðarþjálfara liðsins.

Karfan.is birti ljósmynd af Ragnari þar sem hann var í sjónvarpsviðtali eftir sigurleik Þórs gegn Hetti í gær en þar sést Baldur gefa honum tvo kleinuhringi í miðju viðtalinu.

„Hann er kallaður Ragnar Dunkin´ Donuts, hann elskar kleinuhringi og ég sagðist ætla að gefa honum kleinuhring ef við myndum vinna,“ sagði Baldur Þór í samtali við Karfan.is um þetta skemmtilega atvik. Einnig segir Baldur að Ragnar hafi farið í röðina á Dunkin´ Donuts til að reyna að vinna ársbirgðir af kleinuhringjum.

Nánar á Karfan.is