„Skömmu fyrir hádegi snýst suðvestanlands í SV 20-25 m/s og um leið kólnar. Dimm él og hríð um tíma austur yfir Hellisheiði og Mosfellsheiði og hált eftir því. Á láglendi verða krapaél og síðar él. Gengur heldur niður síðdegis suðvestanlands en annars ekki fyrr en í nótt.“ Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar nú rétt fyrir hádegi í dag.
Mjög hvasst er víða á Suðvesturlandi, m.a. á Reykjanesbraut og á Hellisheiði og er krapi á Hellisheiði og Sandskeiði.
Vegir eru þó víðast auðir á Suðurlandi en nokkurt sandfok er við Óseyrarbrú.