Ragnar Nathanaelsson íþróttamaður HSK

ragnar_hsk01Körfuboltamaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson var í dag kjörinn íþróttamaður HSK á héraðsþingi sambandsins sem fram fór á Selfossi.

Ragnar er lykilmaður í liði Þórs í Domino’s-deildinni en einnig var hann í landsliði Íslands á Evrópumótinu í sumar.

Axel Örn Sæmundsson, badmintonmaður í Þór, var við sama tilefni kjörinn badmintonmaður HSK og Gyða Dögg Heiðarsdóttir var valin mótokrossmaður HSK.

Hafnarfréttir óska þeim öllum til hamingju með titlana.