Baldur Dýrfjörð mun taka þátt í Ísland got talent í kvöld þegar seinna undanúrslitakvöldið fer fram. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 og hefst kl. 19:35.
Baldur mun spila lagið Smooth Criminal með Michael Jackson, með smá fiðlusólói í upphafi og að hans sögn mun atriðið einkennast af miklu stuði. Flutti hann atriðið sitt fyrir Kiwanismenn og gesti þeirra á Gellunni í gærkvöldi og samkvæmt heimildum Hafnarfrétta var atriðið hreint út sagt stórglæsilegt.
Hvetjum við fólk til að styðja við bakið á Baldri Dýrfjörð í kvöld en símanúmerið hans í símakosningunni á eftir er 900-9001.