Baldur kominn í úrslit Ísland Got Talent

baldur_viggoson01Baldur Viggóson Dýrfjörð er kominn í úrslit Ísland Got Talent en hann keppti í undanúrslitum í beinni útsendingu á Stöð 2 nú í kvöld.

Atriði Baldurs var frábært en hann spilaði á fiðluna lagið Smooth Criminal eftir Michael Jackson. Mikill kraftur var í flutninginum og á kafla í laginu spilaði Baldur á fiðluna eins og um gítar væri að ræða og einnig tók hann nokkur dansspor í anda Jackson.

Glæsilegur árangur hjá Baldri og verður gaman að fylgjast með okkar manni í úrslitum Ísland Got Talent.