ÆgirÞað verður mikilvægur leikur á Þorlákshafnarvelli í kvöld þegar Ægir fær Aftureldingu í heimsókn í 2. deildinni í fótbolta.

Ægismenn hafa sýnt í undanförnum leikjum að liðið ætlar sér upp úr botnbaráttunni og unnu til að mynda góðan útisigur á Sindra í síðasta leik.

Liðin sem mætast í kvöld eru á sitthvorum enda stöðutöflunnar í 2. deildinni. Afturelding situr í öðru sæti og Ægir í því næst neðsta og þurfa Ægismenn á toppleik að halda gegn sterku liði Aftureldingar en með sigri gæti liðið lyft sér upp úr fallsæti.

Nú er ráð að drífa sig á völlinn og láta vel í sér heyra. Leikurinn hefst klukkan 19:15.