Ósanngjarnt tap á heimavelli

Ægir 2016Fyrr í kvöld tók Ægir á móti Aftureldingu í blíðskapar veðri í Þorlákshöfn. Ægismenn fengu ekkert stig útúr leiknum en leikurinn fór 0-1 fyrir Aftureldingu.

Þrátt fyrir að Afturelding hafi komist yfir snemma í leiknum þá voru Ægismenn öflugra liðið í fyrri hálfleik sem og í þeim þeim síðari. Ægismenn áttu þrjú skot í slána og leikmenn liðsins stóðu sig virkilega vel og áttu góða spretti.

Svekkjandi tap er því staðreynd í kvöld en spennandi verður að fylgjast með Ægi í næstu leikjum en liðið hefur verið að spila virkilega vel að undanförnu.