Þórsarar mættu í dag Skallagrím í annari umferð Icelandic Glacial mótsins. Fyrr um daginn höfðu Stjarnan og Haukar mæst sem endaði þannig að Stjarnan vann 86-59.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta og var aldrei langt á milli liðanna þar. En strax í öðrum leikhluta fóru hjólin rækilega að snúast hjá Þórsurum. Þórsarar léku á alls oddi og fóru inn í hálfleik með 17 stiga forskot á Borgnesinga. Annað var á teningnum í seinni hálfleik en fór sóknarleikur Þórsara að klikka og mikið var um tapaða bolta. Þessi 17 stiga forysta tapaðist hratt niður og var kominn niður í 2 stig þegar verst var. En síðan í seinni hluta 4. leikhluta stigu Þórsarar aftur upp og lönduðu á endanum 8 stiga sigri 95-87.
Stigahæstur í dag var Maciek Baginski með 20 stig, næstir á eftir voru Tobin Carberry með 19, Ólafur Helgi Jónsson 17, Ragnar Örn Bragason 11, Magnús Breki Þórðarson 8, Halldór Garðar Hermannsson 7, Emil Karel Einarsson 5, Erlendur Ágúst Stefánsson 5, Davíð Arnar Ágústsson 3.
Staðan í mótinu er því svona
[table id=1 /]
Næsti leikur er á morgun 11. september klukkan 17:00 þegar Þórsarar taka á móti Haukamönnum. Mætum og styðjum strákana áfram.
Áfram Þór!
AÖS