Sveitarfélagið Ölfus kynnir fjórar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
1. Breyting á aðalskipulagi Ölfuss er nær til hafnarsvæðisins. Innan Hafnarsvæðisins er lóðin Hafnarskeið 65. Þeirri lóð verður breytt í verslunar- og þjónustulóð. Fyrirhugað er að byggja þar upp hótel og afþreyingu fyrir ferðamenn. Lýsing
2. Breyting á aðalskipulagi er nær til vatnsverndarsvæðis innan lands Reykja og Sogns. Fyrirhugað er að bora þar eftir neysluvatni til að styrkja vatnsveituna Berglindi og þannig getað betur þjónað dreifbýli Ölfuss frá Eldhestum og að Ingólfsfjalli. Lýsing
3. Breyting á aðalskipulagi er nær til svæðis sem nefnt er í aðalskipulagi U11. Þetta er svæðið þar sem grjótnáma var áður við Nesbrautina. Þessu svæði breytt í iðnaðarsvæði. Mikil uppbygging er á fiskeldi á svæðinu við Nesbraut og Laxabraut. Fyrirhugað er að byggja á þessu svæði fiskeldisstöð. Nýtt iðnaðarsvæði
4. Breyting á aðalskipulagi er nær til svæðisins við Raufarhólshelli. Samkvæmt skipulagslögum skal sú uppbygging sem gera á við Raufarhólshelli vera á afþreyingar- og ferðamannastöðum. Fyrirhugað er að gera hellinn betur aðgengilegan fyrir ferðamenn, byggja aðstöðuhús við bílaplanið þar sem verður snyrting og búnaður sem ferðamenn þurfa til að fara ofan í hellinn. Fyrirtækið Raufarhóll ehf verður með rekstur á svæðinu. Tillaga