Sýning nemenda grunnskólans í Galleríinu undir stiganum

desembersyningNemendur myndmenntavals Grunnskólans í Þorlákshöfn, hafa unnið fjölbreytt verkefni sem af er vetrar og sýna hluta af vinnu sinni á Bæjarbókasafni Ölfuss nú í desember. Þar að auki verða á sýningunni myndir nemenda 9. og 10. bekkjar úr ljósmyndavali.

Áhersla hefur verið á að nemendur myndmenntavalsins kynnist ólíkri tækni, efnum og áhöldum myndlistar. Nemendahópurinn býr yfir reynslu frá fyrri árum og er því sjálfstæður í vinnu sinni við útfærslur og túlkun viðfangsefnisins.

Þema myndanna frá ljósmyndavali er “skólinn okkar frá öðru sjónarhorni”. Nemendur hafa á síðustu mánuðum fengið fræðslu og þjálfun í þrískiptingu myndflatarins, gullinsniði og að horfa á viðfangsefnin frá mismunandi sjónarhornum gegnum linsu myndavélarinnar.

Það er ánægjulegt fyrir hópana að fá að sýna opinberlega og að samfélagið fái um leið að njóta afraksturs vel unninna verka þessa unga og efnilega fólks. Sýningin er ánægjuleg leið fyrir nemendur að læra um mikilvægi listar í samfélagi sínu, en listir eru einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Verkin á sýningunni eru valin af nemendum sjálfum.

Sýningin stendur út desember og er opin á opnunartíma Bæjarbókasafni Ölfuss.