thor_haukar_okt2016-19Þórsarar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum í Maltbikarnum í körfubolta þegar þeir sigruðu Keflavík á útivelli í dag, 70-93.

Leikurinn var ansi jafn til að byrja með og í hálfleik leiddu Keflvíkingar leikinn 42-41.

Þórsarar spiluðu vel í síðari hálfleik og tryggðu sér öruggan sigur. Tobin Carberry átti góðan leik og var langstigahæstur með 34 stig.