Þórsarar eru komnir í úrslit bikarkeppni karla í körfubolta, annað árið í röð, eftir frábæran sigur á Grindavík 106-98 í Laugardalshöllinni í kvöld.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman en Þórsarar höfðu þó alltaf með yfirhöndina. Þorlákshafnardrengirnir virtust ætla sigla um 10 stiga sigri í höfn en Grindvíkingar voru ekki á sama máli og jöfnuðu leikinn í 98-98 þegar tæp mínúta lifði leiks.
Þórsarar voru sterkir á lokasekúndunum með Tobin Carberry í broddi fylkingar og kláruðu leikinn og tryggðu þar með sæti í úrslitunum gegn KR á laugardaginn.