Ljósmyndarinn Óli Haukur Mýrdal (Ozzo Photography) gerði þetta frábæra myndband sem ber heitið Iceland Under Full Moon. Það er tekið upp að næturlagi víðs vegar um landið þar sem norðurljósin leika stórt hlutverk.
Myndbandið hefst á stórfenglegum myndskeiðum frá Þorlákshöfn þar sem bærinn, vitinn og brimbrettafólk baða sig í norðurljósunum.
Hér að neðan má sjá myndbandið og mælum við með að horfa í „full screen“. Sjón er sögu ríkari!