Íbúafundur vegna kynningarherferðar

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Það styttist í að kynningarherferð Ölfuss fari í loftið sem er búið að vinna að síðasta eina og hálfa árið.

Áður en hún fer í loftið viljum við sýna íbúum Ölfuss afraksturinn. Hvíta Húsið auglýsingastofa mun koma og sýna efnið sem þau eru búin að vinna með okkur.

Hvetjum sem flesta að koma en kynningin verður haldin í litla salnum í Versölum fimmtudaginn 23. febrúar kl. 18:00.

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir
Markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss