Sveinn: „Við munum nýta þessa fjármuni vel“

Í október á síðasta ári úthlutaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, 15 milljónum króna til að efla heimahjúkrun í Ölfusi. Með fjármununum átti að horfa til þess að bjóða upp á næturþjónustu.

Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar Ölfuss, segir að sveitarfélagið sé að fjalla um þessa dagana hvernig fjármununum sé best varið. „Við munum nýta þessa fjármuni vel og þá ekki síst til að sýna fram á að hægt sé að bjóða uppá stuðningsúrræði sem ekki kosta alltof mikið en bæta samt aðstæður og öryggi fólks,“ segir Sveinn í samtali við Hafnarfréttir.

„Það liggur síðan fyrir, ef við finnum góðan flöt á stuðningi við okkar fólk, að við þurfum að fá frekari framlög frá ríkinum,“ segir Sveinn en málefni eldri borgara eru í höndum ríkisins.

„Við gerum okkar besta til að kalla eftir því að því sé sinnt,“ segir Sveinn að lokum.