Ölfus fer fyrir umsókn um fallbyssuleit á hafsbotni

Eftirlíking af herskipinu sem strandaði í Ölfusi.

Sveitarfélagið Ölfuss verður aðili í styrkumsókn til fornleifadeildar danska ríkisins til að leita að fallbyssum og öðrum munum á hafsbotni úr herskipinu Gautaborg sem talið er hafa strandað undan Hafnarskeiði árið 1718.

Það er Guðbrandur Jónsson frá Fornbátafélagi Íslands sem stendur fyrir verkefninu en í fyrrasumar gerði hann mælingar á svæðinu til að finna fallbyssurnar úr skipinu.

Í frétt Fréttablaðsins í dag um málið segir að talið sé að fjórir menn hafi farist en aðrir úr áhöfninni sem var á bilinu 250 til 300 manns komust í land. Þeir höfðu vetursetu þar sem öll skip voru farin utan það haustið. Flestum var komið fyrir á bæjum um Suðurlandið og eignuðust sumir þar börn.

Menningar- og markaðsnefnd Ölfuss samþykkir að taka þátt í styrkumsókninni að því gefnu að það feli ekki í sér kostnað fyrir sveitarfélagið.

Guðbrandur Jónsson

Guðbrandur segir í bréfi til Ölfuss að fallbyssurnar fimmtíu og aðrir hlutir sem fóru í sjóinn tilheyri ennþá Konungsríkinu Danmörku og/eða ríkisstjórn Danmerkur. Hann sendi inn erindi til sjóðsins Dronning Margrethe II’s Arkæologiske fond með fyrirspurn um það hvort sjóðurinn gæti styrkt mælingu og leit að munum á hafsbotni. Í svari sem hann fékk fyrir jól kom fram að ekki væri útilokað að styrkur fengist ef eftir því er leytað.

Guðbrandur biður sveitarfélagið og Byggðasasafn Ölfuss að fara fyrir umsókninni. „Það er mín skoðun að það væri farsælast, ef við finnum muni, að varðveita þá á safninu í nafni eigenda, danska ríkisins eða Konungsríkisins Danmerkur, á Byggðasafni Ölfuss,“