Umsóknir í Uppgræðslusjóð Ölfuss fyrir árið 2017 voru ellefu talsins og fengu níu þeirra styrk úr sjóðnum. Þetta kemur fram á fundi Skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar Ölfuss sem haldinn var í gær.
Heildarupphæðin sem sótt var um nam 6.060.000 kr. en í Uppgræðslusjóði er 3.580.000 kr.
Hér að neðan má sjá allar umsóknirnar.
1. Landgræðsla ríkisins. Landbætur vestan gamla vegar. Binda sand með að markmiði að draga úr lausum sandi á yfirborði og að undirbúa svæðið undir gróðursetningu trjáplanta.
Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
2. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla á milli Hengils og Lyklafells. Markmið að stöðva hraðfara jarðvegseyðingu og endurheimta fyrri landgæði vestan við hengil.
Afgreiðsla: Veitt 735.000,-
3. Landgræðsla ríkisins. Uppgræðsla við og í nágrenni við Kambinn í Þorlákshöfn. Markmið að styrkja gróðurlendi frá Kambinum í áttina að þjóðvegi.
Afgreiðsla: Veitt 735.000,-
4. Landgræðsla ríkisins. Gróðurstyrking með áburði, undirbúningur fyrir gróðursetningu trjáplanta. Styrkja gróður á svæðinu og minnka um leið lausan sand á yfirborði.
Ráðgert að bera á um 30 ha svæði.
Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
5. Golfklúbbur Þorlákshafnar. Bera áburð á og við Kambinn og eins meðfram golfvelli. Uppblástur er við Kambinn. Með áburði er verið að styrkja gróður.
Afgreiðsla: Veitt 358.000,-
6. Sveitarfélagið Ölfus. Áburðargjöf á lítið gróið land kringum Þorlákshöfn til að styrkja gróður.
Afgreiðsla: Veitt 300.000,-
7. Kristján Andrésson. Uppgræðsla í Torfabæ og Þorkelsgerði II. Uppgræðsla á söndum í landi Þorkelsgerði II og Torfabær.
Afgreiðsla: Ekki veitt í ár.
8. Perluhestar. Áburður á 15 ha svæði sem Perluhestar fengu til uppgræðslu vorið 2016 til að styrkja og nota sem beitarsvæði.
Afgreiðsla: Ekki veitt í ár.
9. Aðalsteinn Sigurgeirsson. Stöðva sandfok með skógrækt á Hafnarsandi með áburðargjöf og trjágróðri.
Afgreiðsla: Veitt 200.000,-
10. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Undirbúningur á landi, Þorlákshafnarsandi, fyrir gróðursetningu með að styrkja gróður með áburði og sáningu.
Afgreiðsla: Veitt 220.000,-
11. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Gróðursetning og áburðargjöf í skógarreiti. Svæðið er um 69 ha á Þorlákshafnarsandi.
Afgreiðsla: Veitt 498.000,-