Listin að lifa fær mikið lof eftir frumsýningu: Sjá næstu sýningar

Leikfélag Ölfuss frumsýndi verkið Listin að lifa fyrir fullu húsi í Ráðhúsi Ölfuss síðastliðið föstudagskvöld. Áhorfendur voru í skýjunum að sýningu lokinni.

Verkið fjallar um Didda, Duddu og Dúa sem þekkjast alla ævi. Þeim er fylgt eftir frá vöggu til grafar og verkið sýnir merkisviðburði í lífum þeirra og ekki síst í samskiptum þeirra þriggja sín á milli.

Leikstjóri er Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og með aðalhlutverk fara þau Aðalsteinn Jóhannsson, Erla Dan Jónsdóttir og Helena Helgadóttir.

Næstu sýningar:
2. sýning – þriðjudaginn 14. mars
3. sýning – fimmtudaginn 16. mars
4. sýning – föstudaginn 17. mars
5. sýning – þriðjudaginn 21. mars

Miðasala í síma 693-2993 og á leikfjelag@gmail.com. Miðaverð kr. 2500. Allar sýningar hefjast kl. 20:00. Sýnt er í Versölum (ráðhúsinu í Þorlákshöfn).