Hleðslustöð fyrir rafbíla við íþróttamiðstöðina

Upp er komin hleðslustöð fyrir rafbíla við íþróttamiðstöðina í Þorlákshöfn en þar er hægt að hlaða bílinn án endurgjalds.

Orkusalan fór af stað með verkefni í lok árs 2016 þar sem fyrirtækið gaf öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð.

Nú eru Ölfusingar komnir með sína stöð frá Orkusölunni en von er á fleiri stöðvum í Þorlákshöfn á næstu misserum.