Hjörtur Már Ingvarsson setti nýtt íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi í flokki S6 á Landsbankamótinu sem fram fór í Reykjanesbæ um helgina. Ekki nóg með að hafa bætt íslandsmetið þá var þetta einnig nýtt heimsmet sem og evrópumet.
Hjörtur Már, sem er uppalinn Þorlákshafnarbúi, synti á tímanum 25:20,22 en gamla heimsmetið var 26:00,21.
Sannarlega stórkostlegur árangur hjá okkar manni og óska Hafnarfréttir honum innilega til hamingju!