Dagrún Inga og Jenný Lovísa Íslandsmeistarar með Njarðvík

Þorlákshafnarstúlkurnar Dagrún Inga Jónsdóttir og Jenný Lovísa Benediktsdóttir urðu í dag Íslandsmeistarar með liði Njarðvíkur í 10. flokki stúlkna í körfubolta.

Njarðvík sigraði Grindavík í úrslitaleiknum í dag, 60-44, en leikið var til úrslita á Flúðum.

Glæsilegur árangur hjá stúlkunum en Njarðvík tapaði einungis einum leik á Íslandsmótinu í vetur.