Þá er komið að næst síðasta skammti af leikmannakynningum Ægismanna í 3. deildinni í fótbolta í sumar.
Núna fáið þið að vita allt um Þorberg Böðvar, Guðmund Garðar og Bjarka en Ægismenn eiga útileik gegn Einherja á morgun.
Þorbergur Böðvar Bjarnason
Þorbergur Böðvar er ungur og efnilegur leikmaður sem byrjaði að æfa með Meistaraflokki núna í vetur og hefur staðið sig gríðarlega vel. Þorbergur skoraði meira að segja eitt mark í Lengjubikarnum og spilaði þar nokkra leiki. Þorbergur er ennþá í 3.flokki karla í sameiginlegu liði Selfoss/Hamars/Ægis og er hann einn af efnilegri leikmönnum félagsins og verður vonandi framtíðar leikmaður Ægis.
Gælunafn: Tobbi
Aldur: 16
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 5.mars 2017, 15 ára gamall
Uppáhalds matsölustaður: American Style
Hvernig bíl áttu: Á engan bíl
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Asíski draumurinn.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ekki hugmynd
Bestur í reit: Gummi Garðar
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ási Þór Bjarnason
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Atli Rafn
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Engin hetja í stærðfræði viðurkenni það.
Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Matti Björns.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er yngsti leikmaður í Ægis sögunni til að skora í keppnisleik.
Guðmundur Garðar Sigfússon
Guðmundur Garðar var aðstoðarþjálfari Ægis í fyrra þegar liðið féll niður úr 2.deild en hann spilaði einnig með félaginu. Guðmundur er frábær leikmaður og einn af lykilmönnum liðsins í baráttunni um sæti í 2.deild að ári. Guðmundur á 28 leiki fyrir félagið og hefur skorað 5 mörk í þeim leikjum sem vonandi verða fleiri í sumar.
Gælunafn: Bara Gummi Garðar ég ekki svona flott eins og Pulli :/
Aldur: 33
Hjúskaparstaða: Giftur með tvö börn.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: árið 2000
Uppáhalds matsölustaður: Joe and the Jucie
Hvernig bíl áttu: Skoda Octavíu
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: hef gaman af game of throns og Vikings þessa stundina.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: það kemur enginn upp í hugan í fljótu bragði.
Bestur í reit: Hoody
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hjörvar Sigurðsson mág minn hann er með svo góðar langar sendingar.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ég myndi veðja á Aco hann er með reynsluna.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Frönsku
Ef þú fengir að velja einn gamlan Ægismann til að spila með liðinu aftur í dag hver yrði fyrir valinu: Það er kláralega Sæli. Ég hef reyndar fengið að njóta þeirra forréttinda að spila með honum.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: að ég sé að allveg að verða 34 ára. Það sjá það allir að það getur ekki staðist.
Bjarki Axelsson
Bjarki kom til félagsins í vetur frá KFR en hann hefur spilað með KFR síðan 2008. Bjarki er varnar/miðjumaður sem býr yfir töluverðri reynslu þrátt fyrir ungan aldur og er því mjög sterkur liðsstyrkur fyrir félagið.
Gælunafn: Ekkert eins og er
Aldur: 23 ára
Hjúskaparstaða: Lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 16. ágúst 2008
Uppáhalds matsölustaður: Slippurinn
Hvernig bíl áttu: Subaru Impreza
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: South Park
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kemur enginn upp í hugann
Bestur í reit: Raggi Olsen
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þórarinn Inga úr FH
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Gunni Bent
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hafði takmarkaðan áhuga á dönskunni
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég hef farið 20 sinnum á Þjóðhátíð í Eyjum