Hreyfivika UMFÍ hefst á mánudaginn

Sveitarfélagið Ölfus tekur þátt í Hreyfiviku UMFÍ og mun bjóða upp á ýmsa hreyfitengda viðburði í vikunni.

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.maí – 4.júní 2017. Hreyfivikan er hluti af „The NowWeMove 2012-2020“ herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er „að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020“ „að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því“. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grastrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Dagskrá í Þorlákshöfn

Mánudagur 29. maí

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Kl. 06:00. Hópeinkaþjálfun í ræktinni hjá Steinari.

Kl. 10:20. Leikfimi fyrir eldri borgara í íþróttahúsinu í umsjá Hildigunnar sjúkraþjálfara.

Kl. 17:30. Jóga hjá Sóley í Jógahorninu að Unubakka 4.

Kl. 19:00. Ferðamálafélag Ölfuss gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Skötubót – fjaran – göngustjóri Þórhildur Ólafsdóttir. Lagt af stað frá Meitlinum Selvogsbraut 41

Þriðjudagur 30. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Tilvalið að ganga eða hlaupa heilsuhringinn sem byrjar við íþróttamiðstöðina.

Kl. 09:40 Boccia æfing hjá eldri borgurum í íþróttahúsinu.

Miðvikudagur 31. maí.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Kl. 06:00. Hópeinkaþjálfun í ræktinni hjá Steinari.

Kl. 10:00. Stólaleikfimi fyrir eldri borgara á 9. unni í umsjá Hildigunnar sjúkraþjálfara.

Kl. 11:10. Boccia æfing hjá eldri borgurum í íþróttahúsinu.

Kl. 16:15. Jóga hjá Sóley í Jógahorninu að Unubakka 4.

Minnum á myllumerkin #minhreyfing og #umfi

Fimmtudagur 1. júní.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Kl. 06:00. Hópeinkaþjálfun í ræktinni hjá Steinari.

Kl. 17:00. Hópeinkaþjálfun í ræktinni hjá Steinari.

Kl. 18:00. Fjölskyldubadminton í íþróttahúsinu.

Föstudagur 2. júní.

Göngum eða hjólum í vinnuna eða skólann, munum að hafa hjálm.

Frítt í sund fyrir alla sem synda 200 m.

Kl. 06:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Laugardagur 3. júní

Fjölskyldan saman í sund, fallgöngu, göngu- eða hjólatúr.

10:00. Spinning í ræktinni hjá Sóley.

Tilvalið að ganga eða hlaupa heilsuhringinn sem byrjar við íþróttamiðstöðina.

Sunnudagur 4. júní.

Kl. 12:00. Fjölskyldubadminton í íþróttahúsinu.

Tilvalið að ganga eða hlaupa heilsuhringinn sem byrjar við íþróttamiðstöðina.

Frítt í ræktina í tilefni af hreyfivikunni.

Sundkeppni

Í tiefni af Hreyfiviku UMFÍ verður sundkeppni á milli sveitarfélaga. Keppnin fer fram dagana 29. maí – 4. júní, báðir dagar meðtaldir.

Þátttakendur skrá sig á eyðurblað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugar hversu marga metra er synt á hverjum degi.