Í kvöld, miðvikudaginn 7. júní kl. 19:30, mun fara fram íbúafundur um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Fundurinn fer fram í Versölum í Ráðhúsi Ölfuss.
Dagskrá:
- Stutt ávarp fulltrúa viðkomandi sveitarfélags um ástæður þess að farið er í þessa vinnu
- Kynning á sviðsmyndum um framtíð sveitarfélaganna
- YFirferð með íbúum um framtíðaráherslur þeirra
Sveitarstjórnir í Árnessýslu hvetja íbúa til að mæta á þennan íbúafund og kynna sér sviðsmyndir um framtíð sveitarfélaganna.