Þriðjudaginn 13. mars fór fram í Versölum glæsileg lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Á lokahátíðinni lásu alls 15 fulltrúar frá fimm skólum á Suðurlandi upp texta og ljóð.
Stóra upplestrarkeppnin er skemmtilegt verkefni í 7. bekk um land allt þar sem nemendur fá markvissa þjálfun í upplestri og framkomu.
Þrír nemendur úr Grunnskólanum í Þorlákshöfn lásu á þessari lokahátíð, þau Silvía Rós Valdimarsdóttir, Ernest Brulinski og Ingunn Guðnadóttir. Þau stóðu sig öll með stakri prýði og hreppti Ingunn Guðnadóttir 3. sætið sem er aldeilis glæsilegur árangur. 1. og 2. sætið hlutu þær Hugrún Tinna og Hildur Maja úr Sunnulækjarskóla á Selfossi.