Grunnskólanemendur hreinsa til og hvetja íbúa til þess sama

Í þessari viku munu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn tína rusl í Þorlákshöfn og hreinsa til í kringum okkur. Er þetta liður í verkefni Landverndar sem ber heitið Skólar á grænni grein en Grunnskólinn í Þorlákshöfn er Grænfánaskóli.

Hvetja nemendur og starfsmenn grunnskólans alla bæjarbúa til að taka þátt í þessari umhverfisviku og hreinsa í sínum íbúagötum.