Ægismenn töpuðu fyrir Augnablik í Lengjubikarnum

Ægismenn töpuðu 2-1 fyrir Augnabliki í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á laugardaginn.

Augnablik skoraði fyrsta markið á 7. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik. Þeir bættu við öðru marki þegar 15 mínútur lifðu leiks en Arnór Ingi Gíslason minnkaði muninn fyrir Ægi þremur mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur urðu 2-1.

Ægismenn sitja í 5. sæti riðilsins og leitar af sínum fyrsta sigri í keppninni.