Framfarasinnar og félagshyggjufólk í Ölfusi bjóða fram

X-O, listi Framfarasinna og félagshyggjufólks í Ölfusi mun bjóða fram eftirfarandi lista í Sveitarfélaginu Ölfusi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí.

Á framboðslistanum er fólk sem starfað hefur saman sem bæjarfulltrúar og/eða í nefndum á vegum sveitarfélagsins á núverandi kjörtímabili auk þess sem nýir og öflugir frambjóðendur hafa bæst í hópinn.

Listann skipa:
1. Jón Páll Kristófersson – Rekstrarstjóri Ramma hf í Þorlákshöfn og formaður bæjarráðs
2. Þrúður Sigurðardóttir – Rekstrar- og viðburðarstjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi
3. Guðmundur Oddgeirsson – Framkvæmdastjóri Hýsingu vöruhótels og bæjarfulltrúi
4. Baldur Guðmundsson – Húsasmíðameistari og bóndi Kirkjuferju Ölfusi
5. Ágústa Ragnarsdóttir – Grafískur hönnuður, kennari í FSu og bæjarfulltrúi
6. Harpa Þ. Böðvarsdóttir – Húsmóðir og viðskiptafræðingur
7. Hjörtur S. Ragnarsson – Sjúkraþjálfari hjá Færni sjúkraþjálfun og Sjúkraþjálfun Rvk.
8. Sigurlaug B. Gröndal – Verkefnastjóri hjá Félagsmálaskóla Alþýðu / ASÍ
9. Axel Örn Sæmundsson – Íþróttafræðinemi við Háskóla Íslands og fulltrúi í Stúdentaráði HÍ
10. Hildur María H. Jónsdóttir – Útflutningsstjóri hjá Icelandic Glacial í Ölfusi
11. Sigþrúður Harðardóttir – Kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn
12. Grétar Geir Halldórsson – Rafvirkjameistari hjá Rafvör í Þorlákshöfn
13. Anna Björg Níelsdóttir – Bókari, bæjarfulltrúi og hrossaræktandi Sunnuhvoli Ölfusi
14. Sveinn S. Steinarsson – Forseti bæjarstjórnar og hrossaræktandi Litlalandi Ölfusi