Digiqole ad

3,7 m.kr. í uppgræðsluverkefni

 3,7 m.kr. í uppgræðsluverkefni

Bæjarstjórn hefur samþykkt að veita 3,7 m.kr. úr Uppgræðslusjóði Ölfuss í níu verkefni sem tengjast uppgræðslu í sveitarfélaginu.

Auglýst var eftir verkefnum sem Uppgræðslusjóður Ölfuss tæki til skoðunar að styrkja. En sjóðnum er heimilt að veita landeigendum, Sveitarfélaginu Ölfusi, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands styrki til landbótaverkefna. Hlutfall styrkja getur numið allt að 2/3 af áætluðum heildarkostnaði, þ.e. kostnaði við vinnu, tæki og kaup á aðföngum til verksins, en þó aldrei meira en sem nemur 10% þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.

All komu níu umsóknir til Uppgræðslusjóðs Ölfuss að upphæð 6.134.000,-. Til úthlutunar er 3.726.000. Eftirfarandi styrkir voru veittir:

  1. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss, í skógarreit félagsins: 300.000 kr.
  2. Landgræðsla ríkisins,vestan við Hengill: 744.000 kr.
  3. Landgræðsla ríkisins, vestan Gamla vegar norðan við Þorlákshöfn: 250.000 kr.
  4. Landgræðsla ríkisins, gróðurstyrking milli vega: 250.000 kr.
  5. Landgræðsla ríkisins, Kamburinn austan Þorlákshafnar, innan við hann að þjóðvegi: 744.000 kr.
  6. Golfklúbbur Þorlákshafnar, uppblástur við golfvöllinn, kamburinn og nærsvæðið við golfklúbbinn: 250.000 kr.
  7. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins, Þorlákshafnarsandur inna 69 ha svæðis: 588.000 kr.
  8. Skógræktar- og uppgræðslufélag Ölfuss. Uppgræðsla, gróðursetning og áburðargjöf í skógarreit félagsins. Þorlákshafnarsandur innan 69 ha svæðis: 300.000 kr.
  9. Hestamannafélagið Háfeti. Uppgræðsla beitarhólf norðan við hesthúsahverfið: 300.000 kr.