Nýir pottar í sundlaugina

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við tvo nýja potta í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn og því hugsanlegt að sundlaugargestir verði fyrir einhverjum óþægindum á næstu vikum.

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við pottana verði um 30 m.kr. og að framkvæmdum verði lokið fyrir sumarið.