Miðvikudaginn 15. ágúst munu Veitur loka fyrir heita vatnið í Þorlákshöfn og Ölfusi. Áætlað er að loka fyrir vatnið klukkan 09:00 og að það verði komið á aftur klukkan 21:00. Lokunin hefur áhrif á alla íbúa og öll fyrirtæki í Þorlákshöfn ásamt íbúa og fyrirtæki milli Þorlákshafnar og borholu Veitna á Bakka (sjá mynd). Ef opnað verður fyrir vatnið fyrr eða ef lokun þarf að ná yfir lengri tíma þá má finna upplýsingar um það á heimasíðu www.veitur.is á meðan á framkvæmdinni stendur.
Ástæða lokunarinnar er að Veitur eru að taka í notkun nýja 7,2 km langa aðveituæð fyrir heitt vatn milli borholu Veitna á Bakka og Þorlákshafnar og er þá endurnýjun á stofnæðinni lokið. Lokunin verður einnig nýtt til að sinna viðhaldi á borholu á Bakka.
Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á þessum óþægindum og bendir íbúum á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Þrátt fyrir að veðurútlit sé þokkalegt þá ráðleggur fyrirtækið íbúum einnig að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur.