Gunnar Helgason heimsækir Bæjarbókasafn Ölfuss

Á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst kl. 11:00, mun rithöfundurinn Gunnar Helgason mæta í heimsókn á bókasafnið og lesa upp úr nýjustu bók sinni og spjalla við gesti safnsins.

Gunnar er öllum landsmönnum að góðu kunnur sem leikari, leikstjóri og rithöfundur. Gunnar hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna fjórum sinnum en það eru lesendurnir sjálfir sem velja verðlaunahafann ár hvert. Árið 2016 fékk hann Hin Íslensku bókmenntaverðlaun fyrir Mömmu klikk!