Í vor var tilkynnt um breytingar á opnunartíma Landsbankans í Þorlákshöfn og um leið opnunartíma Póstsins.
Töluverð óánægja hefur verið með þessa breytingu en búið er að stofna til undirskriftasöfnunar þar sem krafist er að Pósturinn setji upp Póstbox í Þorlákshöfn.
Með uppsetningu póstbox gætu íbúar nálgast sendingar sínar hvenær sem er sólarhrings. Um 160 manns hafa nú þegar skrifað undir en hægt er að gera það rafrænt á www.change.org.