Þakkir til Þollóween nefndar

Hafnarfréttum barst þessi nafnlausi póstur sem við viljum endilega koma á framfæri þar sem við tökum undir hvert einasta orð.

„Ég vil senda undirbúningsnefnd Þollóween sérstakar þakkir fyrir frumkvæði sitt og dugnað við að skipuleggja þessa skemmtilegu bæjarhátíð sem var að ljúka. Fannst mér virkilega skemmtilegt þegar krakkarnir gengu í hús á föstudagskvöldið og gaman að sjá að foreldrar voru með flestum krökkunum. Hafi þeir sérstaka þökk fyrir sem ýttu þessum skemmtilegu dögum úr vör, því ekki gerist þetta af sjálfu sér.”