Auður Magnea og Elísabet sigruðu söngvakeppni Svítunnar

Auður Magnea Sigurðardóttir og Elísabet Bjarney Davíðsdóttir sigruðu söngvakeppni Félagsmiðstöðvarinnar Svítunnar sem haldin var fyrr í kvöld.

Sungu þær lagið Engillinn minn sem er frumsamið lag eftir Elísabetu og spilaði Auður Magnea undir á ukulele.

Munu þær taka þátt í USSS fyrir hönd Svítunnar en það er undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi.

Við hjá Hafnarfréttum óskum Auði og Elísabetu innilega til hamingju.