Sveitarfélagið Ölfus samdi við S. Guðjónsson ehf. um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins. Við þetta mun götulýsingin verða betri og rafmagnskostnaður og viðhald lækka töluvert.
Það var Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri Ölfuss sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins miðvikudaginn 12. desember síðastliðinn.
Byrjað verður að endurnýja lampana í Bergunum næsta sumar, síðan er fyrirhugað að endurnýja þá sem eftir standa á næstu árum.