Í gegnum tíðina hafa nemendur og önnur ungmenni í Ölfusi átt auðvelt með að verða sér út um sumarstörf. Sjávarútvegur og landbúnaður var löngum þannig að störf voru mörg og þau aðgengileg. Nú er tíðin önnur og ekki lengur sjálfgefið að hægt sé að ganga að slíkum störfum. Fregnir af miklum samdrætti í humarstofninum kunna að vera vísbending um að þar fækki sumarstörfum enn frekar. Meðal annars með þetta í huga hafa fulltrúar Ölfus falast eftir samstarfi við Orku náttúrunnar, ON, um sumarstörf fyrir ungmenni úr Ölfusi.
Það er því ástæða til að fagna því að nú eru laus eru til umsóknar sumarstörf í landgræðslu við Hellisheiðarvirkjun ásamt sérverkefni fyrir háskólanema á viðskipta- og tæknisviðum og hafa þau verið auglýst sérstaklega á vefsíðu sveitarfélagsins enda þau ekki síst hugsuð fyrir íbúa í Ölfusi.
ON er í dag einn stærsti atvinnurekandi í Ölfusi og afar jákvætt að fyrirtækið skuli leggja leita eftir sumarstarfsmönnum innan sveitarfélagsins. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þar ríki jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum.
Við hvetjum jafnt stúlkur og pilta til að sækja um störfin en umsóknarfrestur er til 1. mars. nk. og hægt að sækja um hér:
https://www.on.is/viltu-vera-i-sumar-1