Föstudaginn langa 19. apríl býður foreldrafélag grunn- og leikskólans upp á páskaeggjaleit fyrir börn í Skrúðgarði Þorlákshafnar og eru allir hjartanlega velkomnir.
Ef veður verður slæmt verður viðburðurinn færður til laugardagsins 20. apríl og er áhugasömum bent á að fylgjast með tilkynningum á viðburðinum á facebook.
Leikurinn gengur út á það að finna lítil páskaegg, en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna plast egg. Markmiðið er að enginn fari tómhentur heim.
Leikurinn verður ræstur klukkan 11:00 og stendur til hádegis. Leikurinn gengur þó út á þá meginreglu að hófs sé gætt svo sem flestir fái egg 1-2 á mann.