Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum hafnarinnar á mánudagsmorgun. Þá hafði einhver óprúttinn aðili, einn eða fleiri, skorið á 60 poka af áburði og áburður út um allt.
Hjörtur Jónsson, hafnarstjóri Þorlákshafnar, sagði að Skeljungur væri eigandi áburðarpokanna
,,Þetta eru um 60 pokar sem skorið var á og hver poki er að verðmæti um 60.000 kr. þannig að þetta er sennilega 3 til 4 miljónir sem tjónið er“ sagði Hjörtur.
Áburður getur í of miklu magni verið megnandi, á vísindavefnum segir: ,,Áburðarmengun er tvennskonar, mengun grunnvatns vegna niðursigs og mengun straum- og stöðuvatna vegna afrennslis eða áfoks. Grunnvatnið mengast ef regnvatn sígur gegnum jarðveginn og ber með sér uppleyst sölt“ Hjörtur segir að vonandi komi ekki til þess að þetta muni hafa mengandi áhrif vegna þess að allt kapp verði lagt í að hreinsa þetta upp.
Hjörtur bætir við:
„Það er bara ömurlegt að fólk finni þörf hjá sér til að eyðileggja eigur annara, maður spyr sig bara hvað fólk fái út úr þessu? Það er mjög nauðsynlegt að finna þá sem svona gera til að það verði ekki frammhald á þessari hegðun.“
Það eru 31 eftirlitsmyndavélar á hafnarsvæðinu sem verið er að fara í gegnum og þar sjást grunsamlegar mannaferðir. Málið er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi og ef einhver telur sig hafa séð eitthvað grunsamlegt á sunnudagskvöld eða aðfararnótt mánudags þá er viðkomanda bent á að hafa samband við lögregluna.